Fimm­tán ára dönsk stúlka hefur verið á­kærð fyrir að senda líf­s­láts­hótanir til annarrar mann­eskju á sam­fé­lags­miðlinum Snapchat.

Málið var til­kynnt til lög­reglu. Á mið­viku­dag mun dóm­stóllinn í Ála­borg á­kveða hvort stúlkan verði dæmd sek og hver refsingin verður.

Á­kæru­valdið leggur til að hún verði dæmd í skil­orðs­bundið fangelsi fyrir líf­láts­hótanirnar eða dæmd í skil­orðs­bundið fangelsis á­samt við­bótar­refsingum, í sam­ræmi við dönsk lög.

Lögin gera það að verkum að hægt sé að krefjast þess að ungt fólk taki þátt í svo­kölluðu betrunar­úr­ræði í þeim til­gangi að að­stoða þau að forðast endur­tekningu á slíkri hegðun.


„Þú ert fokking lítill auli sem á að deyja í svart­holi." „Nú heldur þú kjafti, annars mun ég drepa þig og ég meina það, “sagði stúlkan í skila­boðunum sam­kvæmt á­kærunni.
Þá hvatti hún fórnar­lamb sitt að til­kynna hana til lög­reglunnar, „Já, það er hótun. Til­kynntu mig til lög­reglunnar. kærður mig bara! Hvor okkar tveggja mun lifa þetta af, er það alla­vega ekki þú,“ sagði stúlkan.

Þetta kemur fram á fréttavef TV2.