Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ á áttunda tímanum í gær­kvöldi þegar krossara var ekið á móti um­ferð og á bif­reið. At­vikið átti sér stað í hverfi 113 en því póst­númeri til­heyra Grafar­holt og Úlfarsár­dalur.

Að sögn lög­reglu var öku­maður vél­hjólsins 15 ára drengur og ekki með gild öku­réttindi. Strax eftir ó­happið er öku­maðurinn sagður hafa ætlað að gang­setja hjólið og yfir­gefa vett­vang en það gekk hins vegar ekki eftir.

Öku­maðurinn ungi kenndi sér meins í fingri og var skrá­maður á ökkla en að öðru leyti óslasaður. Að sögn lög­reglu var for­ráða­manni gert við­vart og verður til­kynning send til Barna­verndar eins og venja er.

Á tólfta tímanum í gær­kvöldi var til­kynnt um eigna­spjöll í hverfi 105. Maður reyndi þar að sparka upp í­búðar­hurð í fjöl­býli og hafði lög­regla af­skipti af manninum þegar hann var að yfir­gefa húsið.

Skömmu eftir mið­nætti var til­kynnt um inn­brot og þjófnað í veitinga­sölu í mið­borg Reykja­víkur. Maður í annar­legu á­standi var hand­tekinn skömmu síðar grunaður um þjófnaðinn og var hann með vörurnar með­ferðis. Hann var skorinn á höndum og var fluttur á slysa­deild til að­hlynningar.

Á fjórða tímanum í nótt var til­kynnt um inn­brot í lyfja­verslun í Garða­bæ. Tveir menn hlupu frá vett­vangi og í bif­reið en þessi sama bif­reið var stöðvuð skömmu seinna og mennirnir hand­teknir. Þeir voru vistaðir í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.