Um mið­nætti í gær var til­kynnt var um um­ferðar­ó­happ í Grafar­vogi þegar léttu bif­hjóli ekið á bif­reið. Öku­maður og far­þegi, sem eru báðir á fimm­tánda ári voru bif­hjólsins fluttir með sjúkra­bif­reið á Bráða­deild til að­hlynningar, ekki er vitað um meiðsl. Öku­maður bif­hjólsins er grunaður um akstur gegn rauðu ljósi, akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna ofl.

Öku­maður bif­hjólsins var með hjálm á höfði en ekki far­þeginn. Vegna aldurs öku­mannsins og far­þegans er málið unnið með að­komu for­ráða­manna og Barna­verndar.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu þurfti einnig að hafa í­trekuð af­skipti­ af manni á reið­hjóli með stórt há­talara­box vegna tón­listar­hávaða í nótt. Fyrst höfð af­skipti um kl. 01:00, aftur um 02:55 og síðar barst önnur til­kynning en var þá hann farinn er lög­regla kom. Maðurinn verður kærður fyrir brot á lög­reglu­sam­þykkt.

Á fimmta tímanum í nótt var bif­reið stöðvuð Hlíðunum. Öku­maðurinn er grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna og í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum.