Vincent Mus­cat, einn af þremur karl­mönnum sem hafa verið til rann­sóknar fyrir morðið á blaða­konunni Dap­hne Car­u­ana Galizia í Möltu árið 2017, hefur nú verið dæmdur í fimm­tán ára fangelsi vegna málsins. Hann játaði sök í málinu í dag eftir að hafa áður sagst vera sak­laus en hann komst að samkomulagi við saksóknara.

Galizia var að rann­saka spillingar­mál ríkis­stjórnar Möltu þegar hún lést í bíl­sprengingu ná­lægt heimilinu sínu í októ­ber 2017. Hún var 53 ára gömul og hafði verið í þrjá ára­tugi í blaða­mennsku áður en hún lést.

Margir telja að á­rásin hafi tengst rann­sókn hennar og hefur því einnig verið haldið fram að hátt settir aðilar hafi fyrir­skipað á­rásina en Galizia var oft á tíðum mjög gagn­rýnin í garð ríkis­stjórnarinnar.

Þrír til viðbótar ákærðir

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið kom á­kvörðun Mus­cat mjög á ó­vart en hann sam­þykkti að veita frekari upp­lýsingar um morðið á Galizia. Hinir tveir mennirnir sem hafa verið á­kærðir í tengslum við málið, bræðurnir Geor­ge og Al­fred Degi­orgio, tjáðu sig ekki þegar þeir mættu fyrir dóm í dag.

Mennirnir hafa allir verið í haldi lög­reglu frá því í desember 2017 og hafa hingað til á­valt haldið því fram að þeir væru sak­lausir. Þá hefur við­skipta­maður að nafni Yor­gen Fenech einnig verið á­kærður í tengslum við málið en hann neitar sömu­leiðis sök.