Fimmt­a sótt­kví­ar­hót­el­ið í Reykj­a­vík verð­ur opn­að í hús­næð­i Hót­els Rauð­ar­ár á morg­un. Þett­a seg­ir Gylf­i Þór Þor­steins­son, for­stöð­u­mað­ur far­sótt­a­hús­a hjá Rauð­a kross­i Ís­lands í frétt mbl.is.

Hót­el Rauð­ar­á hef­ur hing­að til ver­ið not­að fyr­ir inn­an­lands­sótt­kví en sá mikl­i fjöld­i fólks sem kem­ur hing­að til lands ger­ir það að verk­um að taka verð­ur það und­ir rekst­ur sótt­kví­ar­hót­els. Í dag komu um 150 gest­ir á sótt­kví­ar­hót­el­in í Reykj­a­vík.

Mik­ið álag hef­ur ver­ið á sótt­kví­ar­hót­el­un­um og vax­and­i fjöld­i ferð­a­mann­a þyng­ir róð­ur­inn.
Mynd/Rauði krossinn

Sótt­varn­ar­hót­el­in fjög­ur í Reykj­a­vík eru Foss­hót­el Reykj­a­vík, Foss­hót­el Lind, Hót­el Storm­ur og Hót­el Klett­ur en þar dvelja samtals 472. Auk þess dvelj­a 19 á sótt­kví­ar­hót­el­i á Egils­stöð­um.

Á þriðj­u­dag­inn bæt­ast lönd inn á svo­kall­að­an rauð­an list­a stjórn­vald­a yfir há­á­hætt­u­svæð­i og seg­ir Gylf­i Þór nauð­syn­legt að vera við því bú­inn. Far­þeg­ar sem koma frá lönd­um eða svæð­um þar sem ný­geng­i smit­a er 700 eða meir­a þurf­a að fara í sótt­kví í sótt­kví­ar­hót­el­i.