Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag af völdum COVID-19 kórónaveirusjúkdómsins. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins.

Nú hafa fimm einstaklingar látist hér á landi vegna COVID-19. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri lést á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og áttræð kona frá Ísafirði.

Maðurinn hafði dvalið á Landspítalanum um hríð.