Gistinætur í apríl ríflega fimmfölduðust á milli ára og var aukningin fyrst og fremst drifin áfram af fleiri erlendum ferðamönnum, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Gistinætur á skráðum gististöðum voru um 459.000 í apríl síðastliðnum samanborið við 84.900 árið áður. Gistinætur Íslendinga voru um 28 prósent gistinátta, eða um 127.000, og erlendra ferðamanna um 332.000, eða sem nemur 72 prósentum.