Fimm einstaklingar unnu fyrsta vinning í lottó í dag, laugardaginn 26. ágúst að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá. Vinningsmiðarnir voru keyptir hjá Jóhönnu í Tálknafirði, í Hagkaup á Furuvöllum, á Lotto.is, í Happahúsinu í Kringlunni og einn í áskrift.

Vinningshafarnir fá 26,3 milljónir hver. Sextán skipta með sér öðrum vinningi og fær hver aðili 86.890 krónur.

Tveir unnu vinning með 5 réttum jókertölum og fá tvær milljónir hvor, en þeir miðar voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni og í Skálanum, Strandgötu. Þrettán fengu 4 réttar jókertölur og fær hver 100 þúsund krónur.