Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm ökumönnum í gærkvöldi og nótt sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Tveir þeirra höfðu ætluð fíkniefni í fórum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ökumennirnir voru stöðvaðir víðs vegar um borgina á milli um korter yfir sjö og hálftvö. Auk þeirra sem höfðu fíkniefni í fórum sínum var líka einn sem reyndist án réttinda.

Rétt eftir hálfsex í gær var líka tilkynnt um innbrot í bílskúr í Vesturbæ, en engar nánari upplýsingar liggja fyrir.