Fé­lags­menn í fimm stéttar­fé­lögum sem starfa hjá ál­veri Rio Tin­to í Straums­vík undir­búa nú að­gerðir til að knýja á um gerð kjara­samninga. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið en könnun var gerð meðal fé­lags­mann og styður mikill meiri­hluti verk­falls­að­gerðir.

Kosið verður um verk­falls­að­gerðir eður ei á næstu dögum og á­formað er að þær hefjist um miðjan októ­ber.

Um er að ræða fé­lögin Hlíf, Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, Raf­iðnaðar­sam­bandið fyrir hönd Fé­lags ís­lenskra raf­virkja, Fé­lag iðn- og tækni­greina og VR. Samningar hafa verið lausir síðan 1. júlí en til stóð að veita fé­lags­mönnum 24.000 króna launa­hækkun í mars með þeim fyrir­vara að Rio Tin­to og Lands­virkjun næðu nýjum raf­orku­samning fyrir lok júní.

Þeir samningar náðust ekki og féll kjara­samningurinn úr gildi 1. júlí. Samnings­aðilar hafa ekki náð saman og var deilunni vísað til ríkis­sátta­semjara í ágúst. Næstu fundur hefur verið boðaður á morgun.