Heildar­fjöldi smitaðra í Mý­vatns­sveit eru orðnir fimm talsins. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Skútu­staða­hrepps. Þar kemur fram að rann­sóknir á sýnum hafi leitt í ljós að einn til við­bótar er með stað­fest smit í Mý­vatns­sveit.

Allir hinna smituðu eru starfs­menn hótels þar sem hópur smitaðra gesta var á dögunum. Allir starfs­mennirnir eru nú í ein­angrun. Beðið er niður­stöðu á fleiri sýnum. Smitrakningar eru enn í vinnslu og nokkrir eru í sótt­kví.

Við­bragð­steymi Skútu­staða­hrepps á­réttar að afar mikil­vægt er að fólk gæti að eigin sótt­vörnum og fari að leið­beiningum um sótt­kví og ein­angrun. Högum okkur öll í sam­ræmi við sam­komu­bann og gætum að fjar­lægðar­mörkum.