Fimm einstaklingar greindust með kórónaveiruna innanlands síðastliðinn sólarhring og var einn utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða fjölgun frá því í gær þegar aðeins tveir greindust með Covid-19 og voru báðir í sóttkví.

Alls eru nú 130 í einangrun með virkt smit og 248 í sóttkví en fækkað hefur bæði í sóttkví og einangrun milli daga. Þá eru 951 í skimunarsóttkví. Fimm eru nú innlagðir á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Á landamærunum greindust þrír farþegar með veiruna og reyndist einn vera með virkt smit. Beðið er eftir niðurstöður mótefna mælinga hjá hinum tveimur. Alls voru 908 sýni tekin á landamærunum í gær.