Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Þrír voru með gamalt smit en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hjá tveimur einstaklingum.

Ekkert innanlandssmit greindist við sýnatöku í gær.

17 einstaklingar eru nú með virkt smit og í einangrun.

1.484 sýni voru greind við landamæraskimun í gær, 138 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 259 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

441 einstaklingur er í sóttkví og fjölgar þeim um þrjá frá því að síðustu tölur voru birtar.

Í fyrradag greindist ferðamaður sem kom til landsins frá Vín með virkt smit. Hann er nú í einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg þar sem hann verður í tveggja vikna einangrun.

Norræna kom einnig til landsins í gær og reyndust tveir farþeganna smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitið hafði greinst við komuna í ferjuna og hafði farþeginn verið í einangrun á leið til Íslands. Eftir mótefnamælingu kom í ljós að hann var með gamalt smit og því ekki smitandi.

Fréttablaðið/Skjáskot