Fimm smit greindust innan­lands í gær. Voru allir ein­staklingarnir í sótt­kví. Ekkert smit greindist á landa­mærunum.

Tölulegar upplýsingar um smit eru einungis uppfærðar á vef almannavarna á virkum dögum. Í fyrradag voru 75 í einangrun með virkt smit hér á landi og fækkaði fólki í einangrun um níu á milli daga. 483 voru í sóttkví í fyrradag og 969 í skimunarsóttkví.

Á landamærunum reyndist einn farþegi vera jákvæður fyrir veirunni í fyrradag og var sá einstaklingum með virkt smit. Alls voru tekin 626 sýni á landamærunum þann dag.

Innlögnum á sjúkrahús vegna COVID-19 fækkaði milli daga og voru tveir inniliggjandi á spítala. Annar þeirra var á gjörgæslu.