Suðurlandsvegur hefur verið lokaður tímabundið frá hringtorgi Olís í Norðlingaholti að Hafravatnsvegi vegna umferðaslyss við Heiðmerkurveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vegfarendum er bent á hjáleiðir.

Að sögn Sigurðar Péturssonar aðalvarðstjóra er um að ræða fjögurra bíla árekstur. Lokunin gæti varað í nokkurn tíma vegna vinnu viðbragsaðila á vettvangi.

Fimm einstaklingar voru færðir á slysadeild, tveir eru sagðir talsvert slasaðir.