Land­ris í kring­um Vatn­a­jök­ul hef­ur ekki mælst meir­a frá því ná­kvæm­ar mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir um þrem­ur ár­a­tug­um, en það nem­ur nú ríf­leg­a fimm sent­i­metr­um á ári. Ætla má að land­ris­ið næst jökl­in­um jafn­gild­i að minnst­a kost­i á ann­ars metr­a hækk­un á þess­um tíma.

Guð­mund­ur Vals­son, fag­stjór­i land­mæl­ing­a hjá Land­mæl­ing­um Ís­lands, seg­ir á­stæð­u þess­a vera þá að jök­ull­inn hop­ar hratt og farg­ið minnk­ar sem því nem­ur. Við það lyft­ist land­ið í kring.

„Í fyrst­u var land­ris­ið á þess­um slóð­um að­eins byggt á get­gát­um, en eft­ir að þétt­u neti mæl­i­punkt­a var dreift yfir allt land­ið í upp­haf­i tí­und­a ár­a­tug­ar síð­ust­u ald­ar hef­ur reynst mikl­um mun auð­veld­ar­a að leggj­a mat á land­ris­ið,“ seg­ir Guð­mund­ur.

Hann seg­ir að ætla megi að land­ris­ið við Vatn­a­jök­ul hafi num­ið um tveim­ur sent­i­metr­um á ári á síð­ast­a ár­a­tug lið­inn­ar ald­ar, en á mill­i ár­ann­a 2004 og 2016, þeg­ar jarð­vís­ind­a­menn hafi get­að stuðst við enn ná­kvæm­ar­i hæð­ar­mæl­a, hafi land­ris­ið reynst vera rúm­ir fjór­ir sent­i­metr­ar á ári.

„Síð­ust­u mæl­ing­ar okk­ar frá 2020, sem við höf­um ver­ið að vinn­a úr, sýna svo ekki verð­ur um villst að land­ris­ið er enn að auk­ast – og er kom­ið yfir fimm sent­i­metr­a á ári,“ seg­ir Guð­mund­ur.