Að minnsta kosti fimm manns eru særðir eftir meinta skotárás í Helsingborg í Svíþjóð. Árásin átti sér stað upp úr klukkan 20:21 að sænskum tíma. Þetta kemur fram á vef Aftonbladet.
Evelina Olsen, upplýsingafulltrúi sænsku lögreglunnar, segir í samtali við Aftonbladet að tveir hafa verið fluttir á spítala en lögreglan vildi ekki staðfest að áverkar þeirra væru eftir skotvopn. Þrír komu sér sjálfir á sjúkrahús.
Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins, SVT, var tilkynnt um skothvelli í Västra Sandgatan. Þar hafði einnig orðið árekstur sem lögregla telur tengjast skothvellunum.
Sænska lögreglan leitar nú árásarmannsins eða- mannanna en enginn hefur verið handtekinn.
Uppfært klukkan 22:55. Samkvæmt Aftonbladet voru mikil slagsmál á torginu við Västra Sandgatan. Ekki liggur fyrir hvers konar vopnum var beitt né hvað leiddi til þess að slagsmálin byrjuðu. Það sé hins vegar ljóst að vopn voru notuð í slagsmálunum. Mennirnir fimm sem þurftu að fara á slysadeild voru á aldrinum 30 til 40 ára. Fjórir af þeim voru með stungusár og einn með áverka eftir skotvopn. Tveir bílar sem höfðu lent í árekstri voru svæðinu sem eru taldir tengjast hópnum sem tók þátt í hópslagsmálunum.