Bílarnir í úrslitum eru Jeep Avenger, Nissan Ariya, Renault Austral, Volkswagen ID.Buzz, Kia Niro, Peugeot 408 og Subaru Solterra/Toyota bZ4X. Tilkynnt verður um hver hlýtur hnossið á Bílasýningunni í Brussel þann 13. janúar næstkomandi.

Bílarnir sjö voru valdir úr hópi 27 bíla en upphaflega voru 45 bílar í valinu. Allir bílarnir eru með einhverskonar rafvæðingu en Peugeot 408 er meðal annars boðinn sem tengiltvinnbíll og Renault Austral sem tvinnbíll. Kia Niro er rafbíll en fæst einnig sem tvinnbíll eða tengiltvinnbíll. Jeep Avenger er fyrsti rafbíll merkisins fyrir Evrópumarkað, en það sama má segja um Subaru/Toyota. Nissan Ariya er einungis boðinn sem rafbíll eins og VW ID.Buzz.