Skipulagsráð Akureyrarbæjar fór fram á breytingu á húsnæðisáætlun bæjarfélagsins á nýjasta fundi sínum, sem gerði ráð fyrir að fjölga hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði og félagsíbúðum. Málinu var síðar vísað til afgreiðslu bæjarráðs og er boltinn því þar.
Ef breytingarnar verða samþykktar verður gerð krafa um að félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins verði fimm prósent af nýju húsnæði árlega. Þar að auki verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði þrjátíu prósent af árlegu húsnæði sem rísi í sveitarfélaginu.
Þetta sé í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.