Fimm náttúru­verndar­sam­tök á­samt hópi land­eig­enda í grennd við Hverfis­fljót í Skaft­ár­hreppi hafa kært á­kvörðun sveitar­stjórnar Skaft­ár­hrepps um að gefa út fram­kvæmda­leyfi vegna 9,3 MW virkjunar við Hnútu í Hverfis­fljóti.

Sam­tökin sem um ræðir eru Land­vernd, Eld­vötn-sam­tök um náttúru­vernd í Skaft­ár­hreppi, Náttúru­verndar­sam­tök Suður­lands, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands og Ungir um­hverfis­sinnar. Er kærunni beint til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála.

„Ferða­menn koma ekki í Skaft­ár­hrepp til að skoða virkjanir eða keyra á vegum. Þeir koma til að skoða ein­stæða náttúru.“

Í kærunni segir að Hnútu­virkjun fæli í sér brot á náttúru­verndar­lögum þar sem eld­hraunum, fossum og víð­ernum sem njóta verndar verði spillt. Þá yrðu lög um um­hverfis­mat og út­gáfu fram­kvæmda­leyfis brotin þar eð ekki yrði tekið til­lit til afar nei­kvæðs á­lits Skipu­lags­stofnunar.

„Skaft­ár­hreppur býr yfir magnaðri, lítt raskaðri og verð­mætri náttúru og mikil­vægasta at­vinnu­grein sveitar­fé­lagsins, ferða­þjónustan, byggir á því ríki­dæmi. Ferða­menn koma ekki í Skaft­ár­hrepp til að skoða virkjanir eða keyra á vegum. Þeir koma til að skoða ein­stæða náttúru,“ segir orð­rétt í kærunni.

Með virkjuninni verði spillt víð­ernum á stóru svæði, að hluta innan Vatna­jökuls­þjóð­garðs, sem og innan há­lendis­marka.

Í kærunni segir að Núpa­hrauni, Skaft­ár­elda­hrauni og fossa­röðinni í Lamb­haga og Faxa yrði raskað, en þessi svæði njóti sér­stakrar verndar með lögum um náttúru­vernd.

Loks er bent á að Skipu­lags­stofnun telji að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð­syn með fram­kvæmdinni, en gera verði ná­kvæma grein fyrir brýnum al­manna­hags­munum ef rétt­læta eigi rask á svo ein­stökum náttúru­undrum í Skaft­ár­elda­hrauni, sem hafi þar að auki mikla sér­stöðu.