Fimm umsækjendur um starf forstjóra Landspítalans hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Fréttavefur Vísis greindi frá þessu í morgun en alls sóttu fjórtán um stöðuna.
Þrettán umsækjendur voru metnir hæfir, tólf mættu í viðtöl og voru fimm þeirra metnir „vel hæfir“ en sjö „hæfir“. Vísir hefur eftir Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, að viðtöl hafi verið tekin einu sinni hvern þeirra fimm sem metnir voru vel hæfir.
„Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svari Millu við fyrirspurn Vísis.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri Landspítala síðan að Páll Matthíasson lét af störfum í haust. Willum Þór Þórsson mun skipa í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi.
Þau sóttu um starf forstjóra Landspítala:
• Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
• Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
• Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
• Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
• Hákon Hákonarson, læknir
• Jan Triebel, læknir
• Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
• Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
• Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
• Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
• Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
• Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
• Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
• Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur