Fimm um­sækj­endur um starf for­stjóra Land­spítalans hafa verið teknir í við­töl í heil­brigðis­ráðu­neytinu. Frétta­vefur Vísis greindi frá þessu í morgun en alls sóttu fjór­tán um stöðuna.

Þrettán um­sækj­endur voru metnir hæfir, tólf mættu í við­töl og voru fimm þeirra metnir „vel hæfir“ en sjö „hæfir“. Vísir hefur eftir Millu Ósk Magnús­dóttur, að­stoðar­manni Willums Þórs Þórs­sonar heil­brigðis­ráð­herra, að við­töl hafi verið tekin einu sinni hvern þeirra fimm sem metnir voru vel hæfir.

„Ekki er úti­lokað að fleiri við­töl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðu­neytið mun birta til­kynningu um skipun nýs for­stjóra um leið og á­kvörðun liggur fyrir,“ segir í svari Millu við fyrir­spurn Vísis.

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir hefur verið settur for­stjóri Land­spítala síðan að Páll Matthías­son lét af störfum í haust. Willum Þór Þórs­son mun skipa í em­bættið til fimm ára frá 1. mars næst­komandi.

Þau sóttu um starf forstjóra Landspítala:

• Björn Óli Ö Hauks­son, verk­fræðingur
• Elísa Jóhanns­dóttir, hjúkrunar­fræðingur
• Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir, settur for­stjóri
• Gunnar Ágúst Bein­teins­son, fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­skrif­stofu
• Hákon Hákonar­son, læknir
• Jan Triebel, læknir
• Jón Magnús Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri lækninga
• Kristinn V Blön­dal, ráð­gjafi
• Markús Ingólfur Ei­ríks­son, for­stjóri
• Ólafur Baldurs­son, fram­kvæmda­stjóri lækninga
• Reynir Arn­gríms­son, læknir og prófessor
• Runólfur Páls­son, starfandi fram­kvæmda­stjóri með­ferðar­sviðs
• Sig­ríður Gunnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar
• Sigurður Er­lings­son, við­skipta­fræðingur