Í hið minnsta fimm manns féllu í yfir­lið í morgun við bólu­setningu í Laugar­dals­höll. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins segir fjöldann við­búinn og í raun ekki merki­legan.

Blaða­maður Frétta­blaðsins varð í gær vitni að því þegar maður féll í yfir­lið í bólu­setningu í höllinni. Við­brögð sjúkra­liða voru fum­laus og manninum komið til að­stoðar um leið.

Ragn­heiður segir daginn í dag svipað stóran hvað varðar fjölda og í gær. Í dag verða sex þúsund manns bólu­settir með bólu­efni Jans­sen en í gær fengu tíu þúsund manns bólu­efni Pfizer.

„Þetta bara gerist,“ segir Ragn­heiður um yfir­liðið. Fólk sé mis­við­kvæmt fyrir nála­stungum. „Það er alltaf ein­hver hópur.“ Slíkt telst ekki til al­var­legra til­vika og sjúkra­horn til staðar þar sem fólki er komið til að­stoðar.

Ragn­heiður segir vel hafa tekist til við bólusetningar í dag, líkt og síðustu daga. „Þetta er mjög stór vika. Við tökum á móti sex þúsund manns í dag og tíu þúsund í gær með Pfizer. Síðan verða tíu þúsund manns á morgun með Astra, þannig þetta eru mjög stórir dagar hjá okkur núna.“