Fimm manns eru látnir og fjölmargir týndir eftir flóð sem kom upp á svæðum í Tyrklandi þar sem jarðskjálfti reið yfir nýverið. Sky News segir frá.
Mikið vatnsfall af völdum úrhellisrigningar sópaði burt gámaheimili þar sem hópur eftirlifenda jarðskjálftans bjuggu saman í bænum Tut, í Adiyaman-héraði í suðausturhluta Tyrklands. Einn maður lést og fjórir eru týndir, að sögn ríkisstjórans Numan Hatipoglu.

Þá létust fjórir til viðbótar og tveir slökkviliðsmenn eru týndir í Sanliurfa-héraðinu að sögn ríkisstjórans Salih Ayhan.
Flóðið reið yfir tjaldsvæði þar sem eftirlifendur jarðskjálftans héldu sér, en sjúkrahús í Sanliurfa var einnig rýmt vegna flóðsins.
Nýverið reið yfir manskæður jarðskjálfti í Tyrklandi og Sýrlandi. Yfir 50 þúsund manns létust og yfir 200 þúsund heimili skemmdust.
JUST IN 🚨 Massive floods hit Sanliurfa, Turkey - Streets turned into lake. This is the same place that was hit by strong earthquake in Feb pic.twitter.com/cykj8jcejt
— Insider Paper (@TheInsiderPaper) March 15, 2023