Fimm manns eru látnir og fjöl­margir týndir eftir flóð sem kom upp á svæðum í Tyrk­landi þar sem jarð­skjálfti reið yfir ný­verið. Sky News segir frá.

Mikið vatns­fall af völdum úr­hellis­rigningar sópaði burt gáma­heimili þar sem hópur eftir­lif­enda jarð­skjálftans bjuggu saman í bænum Tut, í Adi­yaman-héraði í suð­austur­hluta Tyrk­lands. Einn maður lést og fjórir eru týndir, að sögn ríkis­stjórans Nu­man Ha­ti­poglu.

Flóð var í Adiyaman-héraði og Sanliurfa-héraði.
Fréttablaðið/Getty

Þá létust fjórir til við­bótar og tveir slökkvi­liðs­menn eru týndir í San­liurfa-héraðinu að sögn ríkis­stjórans Sali­h Ay­han.

Flóðið reið yfir tjald­svæði þar sem eftir­lif­endur jarð­skjálftans héldu sér, en sjúkra­hús í San­liurfa var einnig rýmt vegna flóðsins.

Nýverið reið yfir manskæður jarðskjálfti í Tyrklandi og Sýrlandi. Yfir 50 þúsund manns létust og yfir 200 þúsund heimili skemmdust.