Að minnsta kosti sex eru látnir og 31 slasaðir eftir skot­á­rás í þjóð­há­tíðar­dags­skrúð­göngu í út­hverfi Chi­cago í Banda­ríkjunum nú fyrir stundu.

Í frétt Guar­dian um málið segir að skot­á­rásin hafi átt sér stað stuttu eftir að skrúð­gangan hófst. Að sögn lögreglu hóf skotmaðurinn skothríð af þaki byggingar sem var með útsýni yfir skrúðgönguna.

Lögregla hefur lagt hald á skotvopnið sem fannst á vettvangi.

Skot­maðurinn er enn ó­fundinn og er hans nú leitað. Lögreglan lýsir honum sem hvítum karlmanni, átján til tuttugu ára með sítt hár. Talið er að hann var einn að verki.

Lög­reglu­menn og aðra viðbragðsaðila hefur drifið að eins og sjá má af meðfylgjandi myndum og hefur fólk verið beðið að yfir­gefa svæðið.

Fréttin verður upp­færð.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty