Fimmta manneskjan fannst látin undir jarð­fallinu í bænum Ask í Gjer­drum í Noregi í morgun. Björgunar­fólk fann lík mann­eskjunnar um klukkan hálf­átta í morgun að staðar­tíma. Fimm er enn saknað.

Alls hafa nú fimm fundist látnir eftir jarð­fallið sem varð síðasta mið­viku­dag. Greint hefur verið frá nafni eins þeirra, Eiriks Grøno­len, þrjá­tíu og eins árs gamals karl­manns, sem fannst fyrstur látinn á ný­árs­dag. Fjórir hafa fundist síðan en ekkert verið gefið upp um kyn eða aldur þeirra.

Greint var frá nöfnum þeirra tíu sem var saknað eftir hörmungarnar en tvö börn voru þar á meðal, það yngsta tveggja ára gömul stúlka.

Leit stóð yfir á svæðinu í alla nótt og var farið í leið­angra að sækja nokkur gælu­dýr úr húsum sem höfðu verið rýmd á svæðinu.

Björgunar­starf heldur á­fram á svæðinu í dag og greinir norski miðillinn NRK frá því að leitar­hóparnir hafi stækkað leitar­svæði sitt í morgun og leiti nú norðar á jarð­falls­svæðinu en síðustu daga.

Björgunarhópar voru við störf á svæðinu í alla nótt.
Fréttablaðið/AFP