Fimm, hið minnsta, eru látnir og átján særðir eftir skotárás á næturklúbbi í borginni Colorado Springs í Coloradofylki Bandaríkjanna.

Lögreglan í ríkinu greinir frá þessu og segist hafa verið tilkynnt um árásina í gær, laugardagskvöld, rétt fyrir miðnætti.

Árásin átti sér stað á næturklúbbnum Club Q, sem er hinseigin bar.

Einstaklingur sem er grunaður um árásina var handtekin og í kjölfarið fluttur á sjúkrahús, en hann virðist vera særður.

Klúbburinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir það mikið áfall. Þá kemur fram að hugur þeirra sé hjá þolendum árásarinnar og fjölskyldum þeirra.