Fimm hundruð ungmenni fóru í skrúðgöngu í Reykjavík í gær í tilefni þriggja ára afmælis Bergsins headspace. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins, segir magnaða orku hafa verið í skrúðgöngunni, ungmennin hafi fagnað því að hitta hvert annað eftir samkomu- og fjöldatakmarkanir mánuðum saman.

„Við fengum nemendur úr Hagaskóla, Kvennó og MR til að koma, fjöldi þeirra var táknrænn þar sem fimm hundruð ungmenni hafa leitað til Bergsins frá því að það var opnað fyrir þremur árum,“ segir Sigurþóra.

Bergið headspace veitir ungu fólki á aldrinum 12-25 ára stuðning og ráðgjöf. Þjónustan er ókeypis og er á forsendum ungmennanna sem þangað leita. „Þetta er sett þannig upp að þetta er algjörlega þeirra,“ segir Sigurþóra.

„Þau vilja koma til okkar og tala um það sem þau vilja tala um. Þau eru ekki sett í eitthvert prógramm heldur fá stuðning og ráðgjöf,“ bætir hún við.

Sigurþóra segir ungmennin sem leita í Bergið upplifa ólíka hluti og tilfinningar og að þau séu þakklát fyrir að á þau sé hlustað. „Til okkar leita ungmenni sem hafa upplifað mjög slæma og erfiða hluti og eru í erfiðum aðstæðum en það eru alls ekki allir,“ útskýrir hún.

„Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að það sé einhver tilbúinn að hlusta á þau og sum eru jafnvel að upplifa það í fyrsta skipti,“ segir Sigurþóra.

Starfsemi Bergsins hófst fyrir þremur árum og segir Sigurþóra það ekki hafa komið sér á óvart hversu mörg ungmenni hafi leitað þangað frá opnun. Það sé jákvætt að ungt fólk sé tilbúið að leita eftir aðstoð og stuðningi.

Bergið er staðsett við Suðurgötu 10 í Reykjavík
fréttablaðið/sigtryggur ari

Sigurþóra segir ungmennin sem leita í Bergið upplifa ólíka hluti og tilfinningar og að þau séu þakklát fyrir að á þau sé hlustað. „Til okkar leita ungmenni sem hafa upplifað mjög slæma og erfiða hluti og eru í erfiðum aðstæðum en það eru alls ekki allir,“ útskýrir hún.

„Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að það sé einhver tilbúinn að hlusta á þau og sum eru jafnvel að upplifa það í fyrsta skipti,“ segir Sigurþóra.

Starfsemi Bergsins hófst fyrir þremur árum og segir Sigurþóra það ekki hafa komið sér á óvart hversu mörg ungmenni hafi leitað þangað frá opnun. Það sé jákvætt að ungt fólk sé tilbúið að leita eftir aðstoð og stuðningi.

„Ég held að það komist enginn í gegnum unglingsárin án þess að það bjáti eitthvað á,“ segir hún. „Okkur líður öllum mismunandi á mismunandi tímum,“ bætir Sigurþóra við.

Spurð hvort Bergið hafi bolmagn til að taka á móti fleiri ungmennum fari svo að aðsóknin aukist, segir Sigurþóra svo vera. „Félagsmálaráðherra kom nú í dag [í gær] og skrifaði undir samning við okkur og styrkti okkur um tólf milljónir í viðbót, svo ég sé fram á að ég sé að fara að bæta við ráðgjöfum í næstu viku,“ segir hún.

„Ætlunin er að geta tekið við öllum, þannig að við fjölgum bara ráðgjöfum og stækkum þjónustuna í takt við þörfina,“ segir Sigurþóra.