Mikill viðbúnaður lögreglu var í Úlfarsárdal í dag vegna mannsláts. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð frá austurborginni á þriðja tímanum í dag þar sem karlmaður hafði fallið fram að svölum. Maðurinn var fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.

Þurftu að brjóta upp lásinn

Fimm hafa verið hand­teknir vegna málsins sem er enn á frum­stigi að sögn Margeirs Sveins­sonar, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns í mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar. Hann stað­festi einnig að lög­regla hafi þurft að bjróta lás í­búðarinnar upp til að komast þangað inn. Í­búðin er á annarri hæð.

Hinn látni var er­lendur ríkis­borgari, sem og þeir fimm sem eru í haldi lög­reglu vegna rann­sóknar á málinu.