Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur nú til rann­sóknar um­fangs­mikið mál sem snýr að fram­leiðslu fíkni­efna og sölu þess, en talið er að um skipu­lagða brota­starf­semi sé að ræða. Í gær voru fimm hand­teknir í þágu málsins og nokkrir til við­bótar hafa réttar­stöðu sak­bornings, en þrír hinna hand­teknu hafa verið úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald til 15. desember á grund­velli rann­sóknar­hags­muna. Þeta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Vegna rann­sóknarinnar voru fram­kvæmdar á annan tug hús­leita á höfuð­borgar­svæðinu, en lagt var hald á ætluð fíkni­efni, fjár­muni og ýmsan búnað sem tengist starf­seminni. Við rann­sóknina og að­gerðirnar, sem er liður í bar­áttunni gegn skipu­lagðri brota­starf­semi, hefur Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu notið lið­sinnis lög­reglunnar á Suður­nesjum og em­bætta ríkis­lög­reglu­stjóra og héraðs­sak­sóknara, auk að­stoðar pólskra lög­reglu­yfir­valda og Europol.