Fimm einstaklingar greindust með kórónu­veiruna við landa­mæra­skimun í gær. Fjögur þeirra sem greindust voru með mót­efni og þá er einn að bíða eftir mót­efna­mælingu.

Alls voru 1875 manns skimaðir við landa­mærin í gær. Sýkla- og veiru­fræði­deildin greindi einnig 78 sýni.

Ekkert smit greindist innan­lands í gær og hefur ekkert innanlandsmit verið greint síðan 2. júlí. Alls eru 12 manns í einangrun og með veiruna á Íslandi um þessar mundir.