Fimm manns greindust með Covid-19 innanlands síðasta sólarhringinn, allir voru í sóttkví við greiningu samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is.

Af þeim fimmtán sem greindust innanlands í gær greindust fjórir í einkennasýnatöku en einn greindist í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.

Á landamærunum greindust alls 11 smit. Þrír voru með virkt smit við skimun, einn mældist með mótefni en beðið er niðurstaðna úr mótefnamælingu í sjö tilfellum.

Nú eru 52 inniliggjandi á covid göngudeild Landspítalans, þar af þrír á gjörgæslu, jafnmargir og í gær. Alls eru 205 í einangrun og með virkt smit og 205 eru í sóttkví.

Alls voru tekin 324 sýni innanlands en 444 á landamærum. Á föstudag voru tekin 750 sýni inn­an­lands en 229 á landa­mær­un­um.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 43,6 en var 45,8 í gær.

Nú hafa 5.277 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins hér á landi og 26 látið lífið, þar af 16 í þriðju bylgju faraldursins.

Fréttin hefur verið uppfærð.