Fimm stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum 25. september fá falleinkunn á Hinseginkvarða Samtakanna ´78.

Út­tektin byggir á 24 at­riðum sem könnuð voru og skila stiga­gjöf á 115 stiga Hin­seginkvarða. Niður­stöðurnar eru að­gengi­legar á heima­síðu sam­takanna,www.samtokin78.is.

„Þessi ein­kunn tekur bara til sér­tækrar stefnu sem flokkarnir hafa sett fram um hin­segin fólk. Við erum að reyna að hvetja flokkana með þessu til að setja sér sér­tæka stefnu,“ segir Þor­björg Þor­valds­dóttir, for­maður Sam­takanna ´78.

Það að flokkar fái núll stig þýðir ein­göngu að þau eru ekki með sér­tæka stefnu

Hún segir að fá stig sam­svari því ekki endi­lega að flokkurinn hafi ekki látið sig mál hin­segin fólks varða.

„Það að flokkar fái núll stig þýðir ein­göngu að þau eru ekki með sér­tæka stefnu. Þess vegna erum við líka með svörin við spurningum fimm,“ segir Þor­björg og bætir við að þess vegna verði að taka kvarðanum með einhverjum fyrirvara.

Framsókn, Flokkur fólksins og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með núll stig

Mest var hægt að fá 115 stig og miðað við svörin sem fengust frá flokkunum fékk Flokkur fólksins engin stig, Fram­sóknar­flokkurinn engin stig, Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn engin stig, Mið­flokkurinn þrjú stig, Píratar 85 stig, Sam­fylkingin 89 stig, Sjálf­stæðis­flokkurinn 21 stig, Sósíal­ista­flokkurinn 63 stig, Við­reisn 78 stig og Vinstri hreyfingin grænt fram­boð 81 stig.

Hún segir að niður­stöður séu auð­vitað sláandi sé einungis litið til stiga­fjöldans en segir að þeir flokkar sem að séu að skora hátt eigi það sam­eigin­legt að þau eru með sér­staka stefnu sem varðar hin­segin fólk í stað þess að stefna þeirra í mál­efnum hin­segin fólks myndi falla undir al­menna mann­réttinda­stefnu eða eitt­hvað slíkt.

„Þau taka á mál­efnunum okkar og ganga lengra en aðrir.“

Þor­björg segir að í raun hafi ekkert komið á ó­vart við þessar niður­stöður því þeir flokkar sem eru að skora hátt hafi verið með þessi mál­efni hátt á sínum listum. Hún segir að kvarðanum verði að taka með ein­hverjum fyrir­vara og segir að helsti til­gangur hans sé að auð­velda hin­segin fólki að kynna sér málin auk þess sem þetta getur verið flokkunum til leið­sagnar um hvað þau vilji sjá í stefnu þeirra.

„Hin­segin fólk er í öllum flokkum og er með alls­kyns pólitískar skoðanir.“

Svöruðu fimm spurningum

Fram­boðin voru einnig beðin að svara fimm spurningum og er hægt að sjá svör fram­boðanna á sama stað og kvarðann. Spurningar fimm voru eftir­farandi:

  1. Hefur fram­boðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hin­segin fólk í stjórn­málum?
  2. Er hin­segin fólk sýni­legt á listum fram­boðsins?
  3. Hvað hefur fram­boðið gert í réttinda­bar­áttu hin­segin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með mann­eskju á þingi svara hér)
  4. Er fram­boðið til­búið til að taka undir mark­mið Sam­takanna ’78 að koma Ís­landi í fyrsta sæti Regn­boga­korts ILGA-Europe?
  5. Er fram­boðið til­búið til að efla hags­muna­sam­tök hin­segin fólks og full­fjár­magna þau?

Kvarðinn var kynntur í dag klukkan 17 og í kjöl­farið fara fram pall­borðs­um­ræður þar sem full­trúar allra flokka taka þátt. Hægt er að fylgjast með um­ræðunum hér að neðan á Face­book-síðu Sam­takanna ´78.