Maruti Suzuki er stærsti bílaframleiðandi Indlands með meira en 50% markaðsins þar í landi. Framleiðsla Jimny í Indlandi mun hefjast í júní og eru þriggja dyra útgáfur aðeins fyrir útflutning. Framleiðsla fimm dyra útgáfunnar mun hefjast í lok þessa árs. Suzuki hefur aðallega horft á markaðinn í Indlandi fyrir þann bíl en útilokar ekki að bíllinn geti verið seldur á öðrum mörkuðum. Jimny hefur hingað til verið framleiddur í Japan en framleiðslukostnaður er mun hærri þar í landi. Fimm dyra Jimny væri kærkomin viðbót í jeppaflóruna hérlendis þar sem mun dýrari jeppar eru allsráðandi.