Karl­maður um fer­tugt var úr­skurðaður í dag í fimm daga gæslu­varð­hald í þágu rann­sóknar Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á á heimilis­of­beldi og frelsis­sviptingu í Reykja­vík í gær.

Fram kemur í til­kynningu lög­reglunnar að krafa um gæslu­varð­hald sé sett fram í þágu rann­sóknar lög­reglu á málinu. Sagt er að henni miði vel en að ekki sé unnt að veita frekari upp­lýsingar um gang hennar að svo stöddu.

Maðurinn verður látinn laus, verði gæslu­varð­hald ekki fram­lengt, þann 27. janúar næst­komandi.