Eitt COVID-19 smit greind­ist inn­an­lands á föst­u­dag­inn og fjög­ur á laug­ar­dag, öll utan sótt­kví­ar. Þett­a kem­ur fram í ný­upp­færð­um töl­um á upp­lýs­ing­a­vef al­mann­a­varn­a co­vid.is. Smit­ið sem greint var á föst­u­dag­inn greind­ist við ein­kenn­a­sýn­a­tök­u en þau sem greind voru á laug­ar­dag í sótt­kví­ar- eða hand­a­hófs­skim­un.

Nokk­ur fjölg­un hef­ur ver­ið í hópi þeirr­a sem eru í ein­angr­un, úr 12 á fimmt­u­dag­inn í 23 nú. Þá eru 111 í sótt­kví en voru 78 á fimmt­u­dag­inn.

Ný­geng­i inn­an­lands­smit­a, það er fjöld­i smit­a á hverj­a 100 þús­und íbúa, er 1,9 en var 1,6 á fimmt­u­dag­inn. Ný­geng­i smit­a á land­a­mær­un­um er 5,2 en var 3,8 á fimmt­u­dag­inn.

Þetta eru fyrstu smitin sem greinast innanlands síðan 15. júní.

Frétt uppfærð 12:00

Hluti smitanna sem greindist voru meðan ferðamanna, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða á leið út úr landi og teljast því sem innanlandssmit.

Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi.   

Sömu reglur um sóttkví og einangrun

Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu.

„Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit.  Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar.  Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist.“ segir í tilkynningu frá Almannvörnum.

Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins.