Innlent

Fimm bíla á­rekstur á Kringlu­mýrar­braut

Bílunum var ekið hver aftan á annan.

Frá vettvangi slyssins.

Fimm bílar rákust saman á Kriglumýrarbraut nú fyrir skömmu. Að sögn slökkivliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru bílarnir í röð, það er í sömu akstursstefnu. 

Lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið er á vettvangi. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að á þessari stundu væri ekki búið að flytja neinn á sjúkrahús. „Þetta virkaði minniháttar og það er ekki búið að flytja neinn.“ Hann sagði þó ekki útilokað að það yrði gert.

Varðstjórinn sagði þó að fólk hefði verið í sjokki og hefði verið uppistandandi við bílana, þegar viðbragðsaðila bar að garði. Bílarnir hefðu verið í einni röð og því ekið hver aftan á annan.

Slysið varð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing