Fimm ára banda­rískur drengur frá Michigan hefur vakið heims­at­hygli fyrir að bjóða öllum bekknum í leik­skólanum sínum til að mæta og fylgjast með því þegar hann var ætt­leiddur í sýslu­manns­húsi. BBC greinir frá þessu.

Litli strákurinn sem heitir Michael varð hluti af nýju fjöl­skyldunni sinni með form­legum hætti í sýslu­manns­húsi Kent sýslunnar. Deildu for­svars­menn sýslunnar mynd af Michael þar sem hann sést sitja við hlið fóstur­for­eldra sinna.

Fyrir aftan hann sátu bekkjar­fé­lagar hans með hjarta­löguð pappírs­spjöld á prikum. Nokkur þeirra út­skýrðu svo hvers vegna þau mættu. „Michael er besti vinur minn,“ er haft eftir litlum strák að nafni Ste­ven.

„Ég heiti Lily og ég elska Michael,“ sagði ein lítil stelpa við dómarann Pat­riciu Gardner. „Við hófum skóla­árið sem fjöl­skylda,“ er haft eftir kennara Michael. „Fjöl­skyldur þurfa ekki að hafa rétta erfða­efnið, því fjöl­skylda er stuðningur og ást.“

Hópurinn fagnaði svo vel og klappaði þegar til­kynnt var að ætt­leiðingin hefði gengið í gegn. Í frétt BBC kemur fram að 37 munaðar­lausum börnum hafi verið komið fyrir hjá nýjum fjöl­skyldum á fimmtu­daginn var.

„Ég elska pabba minn!“ kallaði Michael svo fyrir utan sýslu­manns­húsið í för með nýjum for­eldrum sínum.