Fimm ára drengur á Grænlandi lést síðdegis á mánudaginn þegar hann varð fyrir voðaskoti úr byssu. Grænlenska lögreglan tilkynnti þetta í fréttatilkynningu í kvöld.

„Rannsókn hefur sýnt fram á það að um var að ræða hörmulegt slys í Paamiut, þar sem fimm ára drengurinn beið bana af völdum voðaskots,“ stóð í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kom fram að lögreglan hefðu engu við málið að bæta.