Lög­reglu­menn sem hand­tekið höfðu 36 ára gamlan þel­dökkan mann fyrir vopna­burð í sumar hafa verið á­kærðir fyrir að bera á­byrgð á maðurinn lamaðist frá bringu og niður í öku­ferð í lög­reglu­bíl.

Fram kemur á frétta­vef CBS sjón­varps­stöðvarinnar að hinn 36 ára gamli Ran­dy Cox hafi kastast með höfuðið á undan sér og lent utan í vegg bílsins er öku­maðurinn hemlaði skyndi­lega til að forða á­rekstri að því er virðist. At­burðurinn varð í New Ha­ven í Connecticut.

At­vikið náðist á mynd­band og það sýnir lög­reglu­mennina hæðast að Cox þar sem hann segist ekki geta hreyft sig og biður um hjálp. Sökuðu þeir hann um að vera drukkinn og vera með upp­gerð. Síðan var Cox dreginn á fótunum úr lög­reglu­bílnum og settur í fanga­klefa þar sem hann átti að bíða þar til hann kynni að vera senda á sjúkra­hús að því er segir í frétt CBS.

„Mér verður ó­glatt af því að farið sé með ein­hvern á þennan hátt,“ sagði Latoya Boo­mer, systir Cox við CB.

Lög­reglu­mennirnir fimm eru á­kærðir fyrir skeytingar­leysi og grimmd í með­ferð sinni á Cox. Þeir hafa allir verið í leyfi frá störfum frá því í sumar.

„Þú getur gert mis­tök en þú mátt ekki fara illa með fólk, punktur. Það getur ekki farið með fólk eins og farið var með herra Cox,“ sagði Karl Jacob­son lög­reglu­stjóri sem kvað mikil­vægt yfir lög­regluna að störf hennar væru á­byrg og gegn­sæ.

Lög­reglu­mennirnir fimm greiddu hver um sig 25 þúsund dala tryggingu í gær og eiga að mæta í dóm­sal 8. desember næst­komandi, vitnar CBS í til­kynningu frá lög­reglunni.

At­vikið hefur valdið ofsa­reiði hjá þeim sem láta sig mann­réttindi skipta. Máli Cox er líkt við mál annars þel­dökks manns, Freddi­e Gray, sem skaddaðist á mænu og lést eftir illa með­ferð í lög­reglu­bíl á árinu 2015.

Í að­draganda hinnar af­drifa­ríku ferðar í lög­reglu­bílnum hafði Cox verið hand­tekinn fyrir að bera skamm­byssu. Það mál var síðan fellt niður.

Lög­maður Cox fjöl­skyldunnar segir afar mikil­vægt að lög­reglu­mennirnir séu dregnir til á­byrgðar að fullu eins og lög leyfi. Fjöl­skyldan stefnir fyrir sitt leyti New ha­ven borg og lög­reglu­mönnunum fimm yfir van­rækslu, hrað­akstur og fyrir að hafa ekki haft not­hæf bíl­belti í lög­reglu­bílnum.