Prins Filippus, hertoginn af Edinborg, hefur nú verið á sjúkrahúsi í tæpar tvær vikur vegna veikinda en hann hefur nú verið fluttur frá King Edwards VII spítalanum í Lundúnum á St. Bartholomews spítalann sem er skammt frá. Hann mun þar fara í rannsóknir vegna fyrirliggjandi hjartasjúkdóms.
Að sögn konungsfjölskyldunnar bregst prinsinn vel við meðferð og hefur það náðugt á spítalanum. St. Bartholomews spítalinn sérhæfir sig í hjartasjúkdómum og er gert ráð fyrir að Filippus muni dvelja á spítalanum að minnsta kosti til vikuloka.
Veikindin tengjast ekki COVID-19
Filippus var fluttur á spítala þann 16. febrúar síðastliðinn en um varúðarráðstöfun var þar að ræða þar sem hann var slappur. Enn er óljóst nákvæmlega hvers vegna Filippus var lagður inn en veikindi hans tengjast ekki COVID-19.
Filippus, ásamt Elísabetu Bretadrottningu, var bólusettur gegn veirunni í lok desember en hann verður hundrað ára næstkomandi júní. Hann sagði sig frá opinberum skyldum sínum árið 2017 en hann hefur í gegnum tíðina þurft að fara í ýmsar aðgerðir vegna líkamlegra kvilla.
Þrátt fyrir yfirlýsingar konungsfjölskyldunnar óttast margir að Filippus sé nú við slæma heilsu.
New from Buckingham Palace:
— Daniele Hamamdjian (@DHamamdjian) March 1, 2021
Prince Philip has been transferred to another London hospital to be treated for an infection - which we already knew about - and to undertake testing and observation for a pre-existing heart condition.
He was first admitted nearly 2 weeks ago. pic.twitter.com/FHeayCEPV3