Prins Filippus, her­toginn af Edin­borg, hefur nú verið á sjúkra­húsi í tæpar tvær vikur vegna veikinda en hann hefur nú verið fluttur frá King Edwards VII spítalanum í Lundúnum á St. Bart­holomews spítalann sem er skammt frá. Hann mun þar fara í rann­sóknir vegna fyrir­liggjandi hjarta­sjúk­dóms.

Að sögn konungs­fjöl­skyldunnar bregst prinsinn vel við með­ferð og hefur það náðugt á spítalanum. St. Bart­holomews spítalinn sér­hæfir sig í hjarta­sjúk­dómum og er gert ráð fyrir að Filippus muni dvelja á spítalanum að minnsta kosti til viku­loka.

Veikindin tengjast ekki COVID-19

Filippus var fluttur á spítala þann 16. febrúar síðast­liðinn en um var­úðar­ráð­stöfun var þar að ræða þar sem hann var slappur. Enn er ó­ljóst ná­kvæm­lega hvers vegna Filippus var lagður inn en veikindi hans tengjast ekki CO­VID-19.

Filippus, á­samt Elísa­betu Breta­drottningu, var bólu­settur gegn veirunni í lok desember en hann verður hundrað ára næst­komandi júní. Hann sagði sig frá opin­berum skyldum sínum árið 2017 en hann hefur í gegnum tíðina þurft að fara í ýmsar að­gerðir vegna líkam­legra kvilla.

Þrátt fyrir yfirlýsingar konungsfjölskyldunnar óttast margir að Filippus sé nú við slæma heilsu.