Fíkn­i­efn­i eru nú send í póst­i í meir­i mæli en áður út af tak­mark­aðr­i flug­um­ferð vegn­a COVID-far­ald­urs­ins. Í af­brot­a­töl­fræð­i lög­regl­unn­ar fyr­ir febr­ú­ar­mán­uð má sjá að fjölg­un fíkn­i­efn­a­brot­a á stöð 4 þar sem Póst­mið­stöð­in er stað­sett rauk upp úr átta til­fell­um í jan­ú­ar og upp í 76 í febr­ú­ar.

„Svo er mál með vext­i að þess­a aukn­ing­u má rekj­a til skýrsln­a sem Toll­gæsl­a Ís­lands send­ir á okk­ur vegn­a gruns um inn­flutn­ing fíkn­i­efn­a í kjöl­far eft­ir­lits með bréf­a­send­ing­um í Póst­mið­stöð Ís­lands­pósts,“ seg­ir í svar­i lög­regl­unn­ar.

Þess­um fjöld­a ber þó að taka með á­kveðn­um fyr­ir­var­a því skýrsl­urn­ar eru ekki all­ar vegn­a póst­send­ing­a í febr­ú­ar­mán­uð­i ein­um sam­an held­ur eru þett­a einn­ig skýrsl­ur aft­ur í tím­ann. Þar sem skýrsl­urn­ar ber­ast lög­regl­unn­i í febr­ú­ar er þett­a skráð sem brot í þeim mán­uð­i.

Fíkn­i­efn­a­brot­um fjölg­ar

Fíkn­i­efn­a­brot­um fjölg­að­i einn­ig á stöð 1 sem nær yfir Mið­borg, Vest­ur­bæ, Sel­tjarn­ar­nes, Há­a­leit­i, Hlíð­ar og Laug­ar­dal. Þar fjölg­að­i mál­um um ell­ef­u mill­i mán­að­a.

Alls voru skráð 83 fíkn­i­efn­a­brot á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u, þar af fimm sem kall­ast stór­felld. Hafa ber í huga að fíkn­i­efn­a­brot eru oft skil­greind sem stór­felld seinn­a á rann­sókn­ar­stig­i og því geta töl­ur tek­ið breyt­ing­um mill­i mán­að­a.

Það sem af er ári hafa ver­ið skráð fimm prós­ent fleir­i fíkn­i­efn­a­brot en voru skráð að með­al­tal­i á sama tím­a­bil­i síð­ast­lið­in þrjú ár.