Rúm vika er liðin frá skot­á­rás í verslunar­mið­­stöðinni Field's á Amager í Kaup­manna­höfn, þar sem 22 ára danskur maður hóf skot­hríð á gesti og gangandi. Þrjú létust í á­­rásinni og sjö eru al­var­­lega særð.

Í kjöl­far á­rásarinnar var verslunar­mið­­stöðinni lokað, meðal annars vegna rann­­sóknar­hags­muna. Í dag hafa for­svars­­menn verslunar­mið­­stöðvarinnar, í sam­ráði við lög­­regluna í Kaup­manna­höfn sem og slökkvi­liðið, ákveðið að opna aftur dyr sínar fyrir al­­menningi. Opnað var í morgun klukkan tíu að staðar­­tíma, en klukkan tólf var einnar mínútu þögn um alla verslunarmiðstöð til minningar um þau sem létust í á­­rásinni.

Í til­­­kynningu frá for­svars­­mönnum Field's segir að öryggi við­­skipta­vina sé mikil­­vægt, og að bæði lög­regla og slökkvi­lið hafi metið það sem svo að öruggt sé að opna verslunar­mið­­stöðina á ný.

Þá sé gestum vel­komið að setja blóm­vendi á torgið við aðal­­inn­­gang verslunar­mið­­stöðvarinnar.

Meintur skot­­­maður, tuttugu og tveggja ára Dani, var hand­­­tekinn þrettán mínútum frá því til­­­­­kynning barst lög­­­reglu um á­­­rásina. Maðurinn var leiddur fyrir dómara daginn eftir á­­rásina þar sem hann hlaut stöðu sak­­bornings, en hann er sakaður um þrjú morð og sjö morð­til­raunir.


Hann var úr­­­­­skurðaður í gæslu­varð­hald til 28. júlí og verður vistaður á lokaðri réttar­­­geð­­­deild á meðan á varð­haldi stendur.