Bílar

Fiat hefur oftast átt bíl ársins í Evrópu

Ef skoðað er hvaða land hefur hlotið flesta titla stendur Frakkland efst á palli með 16 titla, Þýskaland 13, Ítalía 12 titla, England 8, Japan 4 og Svíþjóð 1.

Volvo XC40 hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópu og er það fyrsta sinni sem Volvo hlýtur þennan eftirsótta titil.

Bíll ársins í Evrópu hefur verið kosinn frá árinu 1964 og því var kjörinu lýst í 55. skiptið um daginn á bílasýningunni í Genf í og hlaut Volvo XC40 titilinn að þessu sinni og var það í fyrsta skipti sem Volvo hlýtur þennan heiður. Ef skoðað er hvaða bílaframleiðandi hefur hlotið titilinn oftast sést að það er Fiat, eða alls 9 sinnum. Renault hefur hlotið hann 6 sinnum og 3 bílamerki hafa hlotið hann 5 sinnum, eða Peugeot, Ford og Opel. Stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen skartar 4 titlum og Citroën 3 sinnum. Sex framleiðendur eiga 2 titla að baki, Rover, Audi, Simca, Alfa Romeo, Toyota og Nissan en sumum þætti undrum sæta að japanskir bílaframleiðandur eigi fjóra slíka titla. 

Mercedes Benz hefur aðeins einu sinni fengið þessi verðlaun og það á einnig við Porsche, Lancia, Austin og þýska framleiðandinn NSU, sem síðan rann inn í Audi. Ef skoðað er hvaða land hefur hlotið flesta titla stendur Frakkland efst á palli með 16 titla, Þýskaland 13, Ítalía 12 titla, England 8, Japan 4 og Svíþjóð 1. Í ár voru það 60 bílablaðamenn frá 23 löndum sem völdu Volvo XC40 bíl ársins í Evrópu. Fyrsta árið voru það 26 blaðamenn frá 9 löndum sem kusu bíl ársins í Evrópu og hlaut Rover 2000 þá titilinn, árið 1964. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Kynnisferðir fær eina flotta

Bílar

100.000 bíla rafmagnsbílaverksmiðja Volkswagen

Bílar

Cadillac hættir með dísilvélar

Auglýsing

Nýjast

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing