Dauðsföllum vegna COVID-19 er farið að fækka í fyrsta sinn á Ítalíu og voru fæst á miðvikudag, miðað við vikuna á undan. Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte sagði að samgöngubann, sem létta átti 3. apríl, yrði framlengt til að minnsta kosti 13. apríl. Verksmiðjurnar sem um ræðir eru Jeep Compass samsetningarverksmiðja í Melfi, atvinnubílaverksmiðja í Atessa og sérstök framleiðsludeild fyrir nýjan, rafdrifinn Fiat 500 verksmiðjunni í Mirafiori. Áætlanir Fiat og verkalýðsfélaganna gera ráð fyrir að framleiðsla hefjist 14. apríl.
Opnun Jeep Compass verksmiðjunnar í Melfi er í forgangi hjá Fiat.
Fiat bílaframleiðandinn áætlar að opna þrjár bílaverksmiðjur á Ítalíu um leið og banni á framleiðslu verður létt að hluta þar í landi. Verkalýðsfélög munu fylgjast með þeim ráðstöfunum sem gerðar verða til að vernda heilsu starfsmanna, samkvæmt talsmanni stáliðnaðarmanna á Ítalíu, Gianluca Ficco hjá UILM.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir