Fyrstu 500e bílarnir koma í 9 litum og  útfærslu sem kallast “La Prima” sem er hlaðin aukabúnaði eins og leðursætum, leðurstýri, hita í sætum, 10,25 tommu skjá með leiðsögukerfi, þráðlausri símahleðslu, sjálfvirkri miðstöð með loftkælingu, bakkmyndavél, þráðlausu Apple/Android Carplay, 360 gráðu fjarlægðaskynjurum, díóðuljósum, lykillausu aðgengi og glerþaki. Rafhlaðan er 42KW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. Drægnin er 320 km skv. WLTP í blönduðum akstri og allt að 460 km innanbæjar. 500e er sjálfskiptur og framdrifinn. Með 85KW hraðhleðslu er hægt að hlaða 50 km drægi á 5 mínútum.