Atli Þór Fanndal, formaður Íslandsdeildar Transparency International telur sýnt að Íslandsbankamálið muni hafa áhrif traust Íslands á lista samtakanna. Samtökin vinna að því að efla gagnsæi í íslensku þjóðfélagi.

Reykvískir barir hafa stofnað með sér samtök og ætla að berjast gegn ofbeldi í skemmtanalífi borgarinnar. Geoffrey Huntington Williams, eigandi Priksins mætir í þáttinn en breytingar hafa einnig orðið á reglum um opnunartíma um páska.

Og það Milt páskaveður er í kortunum. Sýnu best norðaustanlands. Siggi stormur fer yfir páskveðrið í þætti kvöldsins.

Og að lokum mæta þær Nina Richter og Ingunn Lára Kristjánsdóttir og fara yfir komandi þætti sína í upptakti Eurovisjón sem haldin er ytra í næsta mánuði. Þeir nefnast einfaldlega Júró með Nínu og Ingunni - Þær munu senda frá sér fróðleik og skemmtileg viðtöl á samfélagsmiðlum, vef Fréttablaðsins og Hringbrautar og fræða og skemmta áhorfendum Fréttavaktarinnar einnig - áður og meðan á dvöl þeirra á Ítalíu stendur en þar fer Eurovision fram þetta árið. Þær hefja leika á morgun.

Fréttavaktina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan: