Við höfum rætt þetta við lögfræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir Andrej Holbicka, eigandi parhúss að Skólagerði 49 á Kársnesi í Kópavogi.

Frétt um húsið birtist á vef Fréttablaðsins í gær en það er 204,2 fermetrar og er áhugasömum bent á að bóka skoðun á eigninni hjá Fasteignasölunni Miðborg og gera það með fagaðilum í viðeigandi klæðnaði af heilsufarsástæðum. Seljandi er dánarbú sem eignaðist húsið í skuldaskilum. Ljóst er að tugi milljóna þarf til að gera húsið íbúðarhæft og óttast Andrej, sem á hinn hluta parhússins, að þurfa að taka þátt í þeim kostnaði.

Andrej segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fyrr­verandi eig­andi hússins hafi ekki sinnt neinu við­haldi, undan­farin fjöru­tíu ár eða svo. Hann segir að fjöl­skyldan hafi lengi haft á­hyggjur af stöðu mála.

„Við höfum rætt þetta við lög­fræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir hann. Andrej segist ekki hafa haft hug­mynd um ís­lensk lög um par­hús þegar hann keypti eignina. Slíkt tíðkist ekki í Evrópu.

„Maðurinn hafði ekki sýnt neinn á­huga á við­haldi og ég hef oft beðið um að til dæmis Kópa­vogs­bær geri eitt­hvað í málunum. Það hefur ekki verið gert og þetta er bara búin að vera skelfi­leg staða,“ segir hann.

Hefur gert allt fyrir sitt hús

Andrej tekur fram að hann hafi gert allt fyrir sitt eigið hús. Oft hafi verið erfitt að standa í endur­nýjun og endur­bótum vegna að­finnslna frá fyrr­verandi eig­anda. Hann segir að sér hafi verið ráð­lagt af lög­fræðingi að gera sam­komu­lag um við­gerðir við manninn.

„Svörin sem ég fékk voru þau að ég yrði að gera sam­komu­lag við manninn, um að hann sæi um sinn hlut og ég um minn. En hann vildi ekki skrifa undir slíkt.“

Andrej segir Kópa­vogs­bæ hafa sýnt máli sínu lítinn á­huga, þrátt fyrir að hann hafi endur­tekið viðrað á­hyggjur sínar af um­gengni mannsins við eignina. Hann segir ná­granna einnig hafa haft á­hyggjur vegna hússins. Nú bíði fjöl­skyldan eftir því að nýr eig­andi muni mögu­lega rukka þau fyrir himin­háan við­gerðar­kostnað vegna gjör­ó­nýts hússins. „Það gæti gerst. Og yrði mjög ó­sann­gjarnt,“ segir Andrej.

Gæta þarf sér­stakrar ár­verkni við skoðun á húsinu

Seljandi bendir því á að gæta þurfi sér­stakrar ár­vekni við skoðun á húsinu. Mikil­vægt er að leitað sé að­stoðar sér­fræðinga og haft eftir Gunnari Þor­finns­syni bygginga­fræðingi að eignin sé afar illa farin og þarfnist al­gjörrar endur­nýjunar að innan og utan, sökum raka­skemmda og myglu.

Slíkar skemmdir megi finna á öllum hæðum hússins, auk á­berandi myglu víðast hvar á­samt öðrum ó­hreinindum. Lagnir eru tærðar og ó­nýtar á­samt við­varandi leka. Þá þarfnast botn­plata í kjallara endur­nýjunar þar sem hún er morknuð. Þá þarfnast þakið endur­nýjunar, auk þess sem endur­bóta er þörf á steyptum flötum og endur­nýja þarf allt tré­verk, glugga og hurðir.

Andrej segir að það yrði afar ósanngjarnt ef viðgerðarkostnaður myndi falla á hans fjölskyldu.
Fréttablaðið/Samsett