Ferðum ferjunnar Baldurs frá Stykkis­hólmi til Brjáns­læks hefur verið af­lýst í dag vegna veðurs.

María Valdimars­dóttir hjá Sæ­ferðum sem rekur ferjuna Baldur segir veðrið hafi komið fyrr en á­ætlað var og það sé að ganga upp en ekki orðið kolvitlaust enn, segir hún í samtali við Fréttablaðið.

„Við erum að fella niður ferðina sem átti að vera í dag og erum að vinna í því að hringja í fólk. Það var full­bókað með bátnum í kvöld og eru allir fastir hinu megin hjá Brjánslæk. Það var líka erfitt í gær þar sem við vorum einnig full­bókuð þá og við gátum ekki tekið alla sem vildu, þar sem vegurinn var ófær,“ segir María.