Mjög vel horfir með bókanir í ferða­þjónustu í sumar. Dæmi eru um að gisti­staðir séu full­bókaðir út sumarið 2023.

Að sögn starfs­manna á Foss­hóteli Núpum í Skaft­ár­hreppi er nýtingin á hótelinu að nálgaðist 100 prósent. Staðar­haldarar víða um Suður­land hafa svipaða sögu að segja af bókunar­stöðunni. Sum gisti­hús hafa farið úr núlli vegna Co­vid upp í fulla nýtingu á undra­skömmum tíma. Dæmi eru um gisti­staði sem eru full­bókaðir út sumarið 2023.

Janina frá Finnlandi segir fólk opnara en áður.
Fréttablaðið/Anton Brink

Frétta­blaðið ræddi við ferða­menn við Skóga­foss í vikunni. Janina frá Finn­landi sagði að henni liði eins og hoppandi kálfi að vori. „Það er stór­kost­lega stór­kost­legt að fá tæki­færi til að ferðast á ný,“ sagði Janina og brosti. Hún sagði að ís­lensk náttúra væri að­dráttar­afl, en nefndi einnig fé­lags­legar og menningar­legar á­stæður fyrir Ís­lands­heim­sókninni. Ekki síst hefði hún heillast af sögum um álfa og tröll.

„Ég bý úti á landi þannig að Co­vid hafði kannski ekki eins mikil á­hrif á líf mitt og ef ég hefði búið í borg. En auð­vitað var lífið ein­mana­legt í far­aldrinum og þess vegna er svo frá­bært að finna orkuna sem hér er, fólk er miklu opnara núna og spenntara að ferðast,“ sagði Janina.

Alba Sanches finnur fyrir auknu þakklæti að eiga kost á ferðalögum.
Fréttablaðið/Anton Brink

Alba Sanchez frá Spáni sagðist, eins og Janina, vera í sinni fyrstu Ís­lands­heim­sókn. Hún hefur nánast ekkert ferðast síðustu tvö ár. Þegar ferð tengd störfum hennar kom upp í hendurnar á henni hafi hún fyllst mikilli gleði og á­kveðið að lengja ferða­lagið og njóta landsins sem ferða­maður.

Spurð hvort kuldi og rigning hefði engin nei­kvæð á­hrif haft á upp­lifunina af Ís­landi hló Alva dátt og sagði að eftir fimm ára bú­setu í Bret­landi sætti hún sig við hvaða veður sem er.

„Ég held að gildin hafi breyst eftir Co­vid, mér finnst ég kunna betur að meta virði ferða­laga. Ég er með mikið þakk­læti í hjartanu yfir að fá að ferðast, það er kannski eitt­hvað sem maður fann ekki eins mikið fyrir áður en Co­vid skall á,“ sagði Alba.