Lög­reglan á Suður­landi óskaði eftir hjálp björgunar­sveitar­manna til að vísa ferða­mönnum burt af Sól­heima­sandi vegna ó­veðurs í dag. Margir ferða­menn voru mættir á svæðið til að skoða flug­vélar­flakið þrátt fyrir gular storm­við­varanir sem eru nú í gildi.


Þetta stað­festir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, í sam­tali við Frétta­blaðið. Rétt tæpur mánuður er liðinn frá því að kín­verskt par á þrí­tugs­aldri fannst látið skammt frá göngu­stígnum að flug­vélinni á Sól­heima­sandi. Það hafði orðið úti í ó­veðri sem þá gekk yfir landið.


Vísir.is greindi fyrst frá því að varð­stjóri hjá lög­reglunni á Suður­landi, Sigurður Sigur­björns­son, hafi varað ferða­menn á svæðinu við veðri en þeir hunsað varnaðar­orð hans. „Ég var að keyra þarna fram hjá þegar ég sé ferða­menn á bíla­stæðinu sem eru að halda út á göngu­stíginn. Ég fer þá til þeirra og bendi þeim á að það sé að koma ó­veður,“ segir Sigurður í sam­tali við Frétta­blaðið.


Hann segist þá hafa sagt fólkinu að ungt par hafi látist á svæðinu í ó­veðri fyrir að­eins mánuði síðan. „Mér þótti þau nú taka nokkuð fá­lega í þær upp­lýsingar. En ég hélt að þau hefðu á­kveðið að fara ekki að flakinu svo ég fer í símann að sinna öðru en svo lít ég við og þá eru þau bara haldin af stað.


Hann hafði þá sam­band við björgunar­sveitina Vík­verja og komu björgunar­sveitar­menn á svæðið til að biðja fólk að koma sér af því. Hann segist viss um að enginn sé á svæðinu núna því stuttu eftir að björgunar­sveitir voru farnar þurfti ferða­þjónustu­fyrir­tækið á svæðinu Ar­canum að koma og sækja alla ferða­mennina með bílum. Það var þá varla hægt að standa í lappirnar í rokinu að sögn Sigurðar.